Kauphöllin í Tokyo tilkynnti nýlega að japanska fyrirækið Toshiba þyrfti að greiða sekt sem nemur 96 milljónum króna (¥91,2) vegna bókaldssvika, en sektin er sú hæsta í sögu kauphallarinnar. Auk sektarinnar eru hlutabréf í fyrirækinu undir eftirliti og þarf Toshiba að skila skýrslu innan árs með umbótum á innra eftirliti fyrirtækisins. Ef að kauphöllin metur umbæturnar ekki nægilegar þá á fyrirtækið á hættu að vera afskráð úr kauphöllinni.

Upp komst um málið í apríl síðastliðnum en eftir rannsókn kom í ljós að stjórnendur fyrirtækisins höfðu ofmetið hagnað fyrirtækisins sem nemur tveimur milljörðum bandaríkjadala á sjö ára tímabili. Eftir að upp komst um brotið neyddist fjöldi stjórnarmanna í fyrirtækinu til að segja af sér og þar á meðal framkvæmdastjóri Toshiba, Hisao Tanaka.

Þessi viðurlög kauphallarinnar koma á sama tíma og fyrirtækið tilkynnir tap á rekstri félagsins og lækkandi sölutölur, eins og greint var frá í síðustu viku. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa þegar fallið um það bil 40% í kauphöllinni frá því að fyrst var tilkynnt um málið.