A4 í Skeifunni var oftast með lægsta verðið á notuðum námsbókum samkvæmt Verðlagseftirliti ASÍ á notuðum skólabókum. Penninn-Eymundsson í Kringlunni var oftast með hæsta verðið. ASÍ kannaði verð á 26 algengum notuðum námsbókum fyrir framhaldsskóla. Könnunin fór fram þann 10. ágúst.

Mismunandi var það eftir búðum hversu margir þeirra titla sem skoðaðir voru fengust í verslunum. Í A4 Skeifunni fengust allir 26 titlarnir, 25 fengust hjá Heimkaup.is, en Penninn-Eymundsson átti fæsta eða 16 talsins.

Verðið var lægst hjá A4 Skeifunni Skeifunni eða á 17 titlum af 26, þar á eftir kom Heimkaup.is með lægsta verðið á 9 titlum. Penninn-Eymundsson Kringlunni var oftast með hæsta verðið í könnuninni eða á 14 titlum af 26.

„Rétt er að geta þess að ekki var hægt að bera saman innkaupsverð verslana á notuðum bókum að þessu sinni þar sem verð fengust ekki uppgefin hjá Pennanum-Eymundsson Kringlunni.

Kannað var verð í eftirtöldum verslunum Pennanum-Eymundsson Kringlunni, A4 Skeifunni og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Rétt er að taka fram að ástand notaðra bóka getur verið mjög misjafnt,“ segir í frétt ASÍ