Eiríkur Tómasson
Eiríkur Tómasson

Eiríkur Tómasson, fyrrverandi framkvæmdastjóri STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, og núverandi dómari við Hæstarétt, fékk níu milljónir króna í starfslokagreiðslu þegar hann hætti hjá STEF í fyrra. Eiríkur hætti störfum fyrir STEF þegar hann var skipaður dómari við Hæstarétt í maí í fyrra.

Eiríkur starfaði hjá STEF í 25 ár og var framkvæmdastjóri til viðbótar við stöðu sína sem lagaprófessor við Háskóla Íslands. Um 50% stöðu var að ræða hjá STEF.

„Við töldum þetta að einhverju leyti endurspegla þann góða arf og arðsemi sem hann hafði verið fremstur í flokki við að skapa,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEFS, í samtali við Viðskiptablaðið um samninginn við Eirík.

Jakob bætir við að Eiríkur hafi reynst nýjum framkvæmdastjóra STEFS ómetanlegur ráðgjafi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Jólagjafahandbók
Jólagjafahandbók
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Jakob Frímann Magnússon segir níu milljóna starfslokagreiðslu endurspegla vinnu Eiríks fyrir STEF.