Fjárlagahalli ríkissjóðs Bandaríkjanna hefur ekki verið jafnmikill síðan 2013. Hann nam 665,7 milljörðum bandaríkjadala á síðasta fjárlagaári. Fjárlagahallinn var 585,6 milljarðar árið áður. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, kennir lægri skattheimtu um hallann vegna minni hagvaxtar en búist var við.

Í frétt á vef Bloomberg er haft eftir Mick Mulvaney, hátt settur yfirmaðir í Hvíta húsinu að þörf sé á kröftugri hagvexti í Bandaríkjunum og tiltekt í ríkisrekstri. Í fréttinni er einnig haft eftir Repúblikönum að boðaðar skattalækkanir muni skila sér í auknum tekjum ríkissjóðs vegna meiri hagvaxtar.