Hæstiréttur hefur ógilt úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa skuli frá máli, sem Reykjavíkurborg höfðaði gegn Landsvaka, dótturfélags Landsbankans. Leggur Hæstiréttur fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.

Borgin tapaði verulegu fé í peningamarkaðssjóðum Landsbankans, sem voru í umsjón Landsvaka. Héraðsdómur vísaði máli borgarinnar gegn Landsvaka frá á þeirri forsendu, að þegar hefði verið þingfest mál, sem Reykjavíkurborg höfðaði gegn Landsbanka Íslands hf. til að fá viðurkennda kröfu í bú bankans peningamarkaðssjóðanna.

Hæstiréttur segir hins vegar að í því máli sé Landsbanki Íslands til varna. Landsvaki sé á hinn bóginn sjálfstæð lögpersóna og einnig séu kröfur í málunum mismunandi.

Reykjavíkurborg vill fá greidda 1,23 milljarða króna, sem stóðu eftir þegar búið var að gera upp peningabréf Landsbankans eftir hrun. Fékk borgin greidda þá 2,7 milljarða króna og vill nú fá afganginn greiddann.