Hæstiréttur dæmdi í gær Lánasjóði sveitarfélaga til að greiða Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins ríflega 190 milljónir króna vegna ólögmæts gengisláns. Fyrir héraðsdómi var sjóðnum gert að greiða um 370 milljónir króna.

Deilt var um hvort að lánasamningur væri með ólögmætum hætti bundinn gengi erlendra gjaldmiðla. Texti lánasamningsins tók ekki af skarið hvers kyns samningur þetta væri. Hæstiréttur leit því til þess hvernig hann hefði verið efndur í raun. Hluti lánsfjárhæðarinnar var greiddur út í íslenskum krónum og var að því leiti um að ræða lán í íslenskum krónum. Hluti lánsins var þó greiddur út í erlendum myntum inn á gjaldeyrisreikninga.

Eins og áður sagði, þá var niðurstaða Hæstaréttar á þann veg að samningurinn væri ólögmætur og að Lánasjóð sveitarfélaga væri gert að greiða Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins um 190 milljónir króna með dráttarvöxtum.