Fyrirhugaðri dómsuppsögu Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, hefur verið frestað. Fréttavefur Vísis segir ástæðuna þá að ekki hafi náðst að ljúka við að semja dómsorð í tíma.

Héraðsdómur dæmdi í apríl í fyrra Baldur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi vegna innherjasvika og brota í opinberu starfi. Hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum að andvirði 192 milljónir króna í september 2008, skömmu fyrir fall bankans. Þá sat Baldur í sérstökum aðgerðahópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika.