Hæstiréttur Íslands hefur hafnað kröfu Hagsmunasamtaka heimilanna um að fá lögbann sett á útsendingu og innheimtu greiðsluseðla Lýsingar hf.

Í tilkynningu frá Lýsingu er vísað í dóm Hæstaréttar þar sem segir að í yfirlýsingum Lýsingar felist næg trygging fyrir því að hagsmunir lántakenda séu ekki fyrir borð bornir og að Hagsmunasamtök heimilanna hafi ekki lagt fram haldbær gögn sem styðji að ástæða sé til að óttast um greiðslugetu félagsins.

Þá bendir Lýsing á nýlega samantekt Fjármálaeftirlitsins sem sýni m.a. sterka eiginfjárstöðu Lýsingar.