Hæstiréttur hefur fellt úr gildi frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur um riftun fjölda viðskiptagjörninga þrotabús Milestone. Rétturinn vill að héraðsdómur taki málið til efnismeðferðar.

Riftunarkröfu skiptastjóra þrotabús Milestone var vísað frá hjá Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir mánuði. Um var að ræða eitt mál sem innihélt kröfu um riftun fjölda viðskipta frá í júlí 2007 og fram í mars 2009. Úrskurðurinum var áfrýjað til Hæstaréttar.

Þrotabúið krafðist þess að 500 milljóna króna greiðslum til Karls yrði rift og yrði honum gert að greiða þrotabúinu 418 milljónir króna.

Niðurstaðan getur haft áhrif á fjölda annarra riftunarmála fjölmargra þrotabúa sem eru í skiptum. Þar á meðal er um fimm milljarða króna greiðsla frá Milestone til Ingunnar Wernersdóttur þegar hún seldi bræðrum sínum, þeim Karli og Steingrími Wernerssonum, hlut sinn í félaginu. Skiptastjóri taldi greiðsluna til Ingunnar geta verið brot á lögum um einkahlutafélög.

Í dómi Hæstaréttar nú var mál Karls í grófum dráttum sent aftur til héraðsdóms og Karl dæmdur til að greiða þrotabúi Milestone 350 þúsund krónur í kærumálskostnað.

Dómur Hæstaréttar