Hæstiréttur hefur staðfest 50 milljóna króna stjórnvaldsekt Fjármálaeftirlitinu á hendur Eimskipafélagi Íslands að því er Vísir greinir frá. Auk þess þarf félagið að greiða 1,2 milljónir í málskostnað.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á sínum tíma kom sektin til vegna þess að þó drög að árshlutauppgjöri félagsins lágu fyrir 20. maí 2016, en árshlutauppgjörið sjálft ekki birt fyrr en 26. maí 2016.

Eimskip hefði átt að birta upplýsingarnar eins fljótt og auðið var að mati Fjármálaeftirlitsins, en málið var tekið upp í Hæstarétti því þykir fordæmisgefandi. Landsréttur, og þar áður héraðsdómur , höfðu áður staðfest ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, eftir að félagið vísaði málinu til dómstóla .

Hér má lesa frekari fréttir um málið: