Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Hæstaréttar um að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar starfsmanns Kaupþings, Delíu Kristínar Howser, vegna lána sem hún tók til að kaupa hlutabréf í bankanum.

Lánin voru tekin árin 2005 og 2007. Fyrri samningurin gerði ráð fyrir því að persónuleg ábyrgð Delíu takmarkaðist við 10% skuldarinnar, en ekki var í síðari samningnum sambærileg takmörkun á ábyrgð hennar á skuldinni. Í september 2008 tók forstjóri Kaupþings, að tillögu starfskjaranefndar stjórnar Kaupþings, þá ákvörðun að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna lána af þessu tagi.

Hafnaði Hæstiréttur því sem Delia sagði, sem og reyndar allir aðrir starfsmenn bankans í hennar stöðu, að Kaupþing hafi lofað henni að skaðleysi af kaupum í bankanum. Segir í dómnum að ekki sé kveðið á um slíkt skaðleysi í lánasamningum. Líkt og fyrir héraðsdómi var ákveðið að málskostnaður félli niður.

Málið gefur vísbendingu um það hvernig sambærileg mál munu falla fyrir Hæstarétti, en nokkur slík bíða afgreiðslu réttarins. Ekki er hins vegar ljóst hvort takist að klára þau fyrir réttarhlé.