Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Seðlabankans og Íslenska ríkisins gegn Rasks ehf. og P153 ehf. Raski, sem er í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona, oft þekktra sem Bakkavararbræður, hafði verið sektaður um 75 milljónir, en P153, sem er í eigu norsks félags, um 24 milljónir.

Málin varða nauðasamninga Klakka ehf., áður Exista, sem var í eigu ofangreindra bræðra. Samkvæmt nauðasamningum frá árinu 2010 áttu kröfuhafar félagsins að fá greiðslur í formi nýs hlutafjár í félaginu, auk peningagreiðslu.

Ákvæði í skilmálum samningsins kváðu á um að leggja ætti féð inn á íslenskan reikning ef gjaldeyrishöftin kæmu í veg fyrir beina greiðslu til kröfuhafanna.