Vaxtakostnaður vegna öfugs samruna fyrirtækja er ekki frádráttarbær frá skatti samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli Toyota á Íslandi gegn íslenska ríkinu. Dómur féll í málinu í dag og er það sýknudómur yfir íslenska ríkinu í máli Toyota gegn því staðfestur.

Málið snýst í stuttu máli um það að í desember árið 2005 keyptið félagið Bergey, félag útgerðamannsins Magnúsar Kristinssonar í Vestmannaeyjum, P. Samúelsson, eiganda Toyota á Íslandi. Kaupverðið nam 5,6 milljörðum króna. Kaupin voru m.a. fjármögnuð með rúmlega 3,2 milljarða króna láni frá Landsbankanum. P. Samúelsson tók síðan Bergey yfir með öllum skuldum og eignum. Sameinað félag, sem kallast öfugur samruni, taldi vaxtagjöldin af láninu sem Bergey tók frádráttarbær frá skatti. Ríkisskattstjóri felldi hins vegar þann úrskurð í nóvember árið 2010 að slíkt mætti ekki og krafði Toyota á Íslandi um 93 milljónir króna í endurálögur.

Eigendur bílaumboðsins voru ósammála úrskurðinum og fóru í mál við ríkið.

Héraðsdómur felldi dóm í málinu í júní í fyrra og áfrýjaði Toyota á Íslandi málinu.

Dómur Hæstaréttar