Hæstu meðallaunin hjá íslensku fyrirtæki á síðasta ári voru hjá Stálskipum, en meðalmánaðarlaun hjá fyrirtækinu voru ríflega 1,9 milljónir króna á mánuði. Kemur þetta fram í sérriti Frjálsrar verslunar, 300 Stærstu.

Tvö önnur útgerðarfyrirtæki, Eskja hf. og Brim hf. eru í öðru og þriðja sæti á listanum, en meðalmánaðarlaun hjá Eskju voru um 1,65 milljónir og hjá Brim voru þau 1,46 milljónir króna.

Í tíunda sæti listans er Síldarvinnslan, þar sem meðallaun á mánuði voru 929.000 krónur. Önnur fyrirtæki á listanum eru flest fjármálafyrirtæki.

Hæstu launin í íslenskum fyrirtækjum.
Hæstu launin í íslenskum fyrirtækjum.