Ekkert verður úr samruna útgáfufyrirtækjanna Simon & Schulster og Penguin Random House.

Í nóvember árið 2020 tilkynnti Paramount, móðurfélag SS, um 2,17 milljarða dala kaup á Penguin, dótturfélagi þýska fjölmiðlafyrirtækisins Bertelsmann.

Nú hefur dómari úrskurðað að samruni bókaútgáfurisanna myndi draga úr samkeppni með ólögmætum hætti.

Penguin munu þurfa að borga Paramount 200 milljónir dala í bætur og leitar Paramount nú af mögulegum kaupanda að bókaútgáfunni.