Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að hætt verði við fyrirætlanir um lenginu fæðingarorlofs. Þetta er meðal fjölmargra tillagna sem kynntar voru nú klukkan þrjú.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kynnti áætlanir fyrir kosningar um að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í tólf mánuði. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt í byrjun október kom svo fram að hugmyndum um lengingu þess yrði frestað um óákveðinn tíma.

Samkvæmt tillögunum sem birtar voru á vef forsætisráðuneytisins í dag er svo gert ráð fyrir að hætt verði við áformin.

Tillögur hagræðingarhópsins fela ekki í sér róttækar hugmyndir um fækkun ríkisstofnana eða einkavæðingu þeirra.