Hætt er við að tvöfalt fleiri fyrirtæki fari á hliðina innan Evrópusambandsins á þessu ári en í fyrra. Ástæðan er sú að bankar verja lausafjármagni sínu ýmis í kaup á ríkisskuldabréfum eða leggja það inn í evrópska seðlabankann fremur en að lána það áfram. Fyrirtækin munu af þeim sökum koma að lokuðum dyrum þegar þau reyna að endurfjármagna lán sín.

Þetta er álit alþjóðlega matsfyrirtækisins Standard & Poor's um stöðu mála á meginlandi Evrópu. Fyrirtæki innan aðildarríkja Evrópusambandsins þurfa að endurfjármagna eldri lán upp á 230 milljarða evra á næstu þremur árum.

Gjaldþrotahlutfallið var 4,8% í fyrra. Gangi verstu spár eftir getur hlutfalliðfarið í 8,4%.

Bloomberg-fréttaveitan hefur Andrew Clelan-Bogle, framkvæmdastjóra hjá fyrirtækjalánasviði DC Advisory Partners í Frankfurt í Þýskalandi, að aðstæður á lánsfjármörkuðum séu afar erfiðar um þessar mundir. Hann bendir jafnframt á að hærri eiginfjárkröfur banka og fjármálafyrirtækja geri það að verkum að þau haldi fastar um budduna en áður og sjái fremur hag í því að leggja lausafé sitt inn á reikning hjá evrópska seðlabankanum þótt vextir þar séu afar lágir um þessar mundir, eitt prósent.