Ekkert verður af því að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður á næst ári. Samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar þá mun bankasýslan fá 97,1 milljón króna á árinu 2016.

Þegar fjárlagafrumvarp var upphaflega lagt fram í september þá var gert ráð fyrir því að Bankasýsla ríkisins myndi ekki fá neitt fjármagn of yrði felld niður í samræmi við upphaflegan fimm ára líftíma stofnunarinnar. Í stað hennar átti að vera sjálfstæð ráðgjafanefnd sem yrðu fjármálaráðherra til ráðgjafar um meðferð og sölu á eignarhluta ríkisins í bönkunum.

Samkvæmt DV í dag þá mun 95% eignarhlutur ríkisins færast undir Bankasýsluna, en stofnunin er núna að undirbúa sölu á 30% hlut ríkisins í Landsbankanum.