„Það eru líkur á að enn fleiri nemendur hætti námi,“ segir Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún varaði við afleiðingum verkfalls framhaldsskólakennara við upphaf þingfundar á Alþingi í dag um störf þingsins og lagði áherslu á mikilvægi þess að samið verði við kennara.

Elsa er ekki ein um þessar áhyggjur en bæði Umboðsmaður barna og Heimili og skóli hafa viðrað áhyggjur af því að verkfallið geti ýtt undir brottfall nemenda.

Framhaldsskólakennarar hafa boðað til verkfalls 17 mars næstkomandi, þ.e. á mánudag í næstu viku.