Ítalska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta við hækkun skatta á þá auðugu samkvæmt Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Til stóð að hækka skatta á þá aðila sem þéna meira en 90.000 evrur eða um 15 milljónir íslenskar krónur. Í staðinn á að koma á fót átaki við að uppræta skattsvik.

Þá hefur verið ákveðið að draga úr niðurskurði. Þetta hefur ekki lagst vel í Ítali og er líklegt til að valda usla á mörkuðum þar í landi. Ákvörðun forsetisráðherrans kemur í kjölfar lélegrar þátttöku í fyrsta skuldabréfaútboði eftir að seðlabanki Evrópu keypti ítölsk ríkisskuldabréf

Í yfirlýsingu forsætisráðhærra kom einnig fram að við útreikninga á lífeyrisgreiðslum yrðu árin undanskilin sem fólk notar í háskólanám og gegnir herþjónustu. Þar með þarf að fresta eftirlaunum hjá hluta þjóðarinnar.