*

laugardagur, 28. nóvember 2020
Innlent 23. október 2020 11:35

Hætt við skráningu félags Samherja

Norsk Sjømat hefur frestað skráningu á markað vegna óróa á fjármálamörkuðum. Samherji ætlaði að selja fyrir 19-22 milljarða.

Ingvar Haraldsson
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Aðsend mynd

Ekki verður af skráningu Norsk Sjømat, sem til hefur staðið að yrði næst stærsta sjávarútvegsfélag Noregs, að svo stöddu. Samhliða skráningunni hugðist Samherji selja hlut sinn í félaginu sem metinn er á 19-22 milljarða króna miðað við fyrirhugað verðbil útboðsins.

Stjórnendur Norsk Sjømat, tilkynntu í morgun að þeir hafi ákveðið að fresta skráningunni. Útboðinu átti að ljúka í dag og viðskipti með bréf félagsins að hefjast í næstu viku.

Sjá einnig: Samherji að selja fyrir meira en 19 milljarða

Í tilkynningunni frá Norsk Sjømat hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð, frá bæði innlendum og erlendum fjárfestum við rekstri félagsins. Hins vegar væri aukin óvissa og ókyrrð á fjármálamörkuðum, sér í lagi tengd sjávarútvegi, í för með sér að varkárni fjárfesta hefði aukist. Því hafi stjórn félagsins tekið þá ákvörðun að fresta útboðinu. Stjórnin segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Hins vegar sé mögulegt að af skráningunni verði síðar.

Sjá einnig: Samherji selur allt í Nergård

Til hefur staðið að sameina félögin Nergård, sem Samherji á 39,9% hlut í og Norsk Sjømat, og skrá það á markað undir merkjum síðarnefnda félagsins. Samhliða skráningunni ætlaði Samherji að selja hlut sinn í félaginu, en eignarhlutur Samherja í sameinuðu félagi er 29%.

Boða yfirtökutilboð í Eimskip og kaupa í Bandaríkjunum

Samherji boðaði jafnframt í vikunni yfirtökutilboð í Eimskip í annað sinn á þessu ári eftir að hafa keypt sig yfir 30% eignarhlut. Áætla má að tilboðið nemi um 22 milljörðum króna. Samherji fékk undanþágu frá slíku yfirtökutilboði í mars vegna óvissu á fjármálamörkuðum í kjölfar þess að  Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á þó von á að flestir hluthafar hafni tilboði Samherja og kjósa að vera áfram í hluthafahópi Eimskips.

Þá var greint frá því í gær að Samherji hefði keypt 50% hlut í bandaríska sölufélaginu Aquanor Marketing en félögin hafa átt í miklu samstarfi í meira en áratug.

Stikkorð: Samherji Norsk Sjømat