Seðlabankinn hefur ákveðið að hætta við skuldabréfaútboð sem fyrirhugað var í Bandaríkjunum á næstu vikum. Ástæðan mun vera niðurstaða Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Frá þessu greinir DV og vísar til heimilda. Blaðið segir sig hafa haft heimildir fyrir því fyrir atkvæðagreiðsluna að Seðlabankinn hyggði á skuldabréfaútboð fyrir atkvæðagreiðslunni en að fjármálaráðuneytið hafi laggst gegn því að það yrði gert þá og óskað eftir því að útboðið færi fram að henni lokinni.

Samkvæmt heimildum DV var samþykkt ríkisábyrgðar á Icesave-skuldbindingunni forsenda útboðsins þegar ljóst var að það færi fram eftir atkvæðagreiðsluna.