Ó­vissa um al­þjóð­legar efna­hags­horfur er á­fram mikil, að mati Seðla­banka Ís­lands. Efna­hags­fram­vindan mun ráðast að miklu leyti af því hversu mikið fjár­mála­skil­yrði versna og hvort frekari brota­lamir í fjár­mála­kerfi heimsins eigi eftir að koma fram í dags­ljósið „í kjöl­far ný­legra vand­ræða á al­þjóð­legum banka­markaði.“

Í nýbirtum Peningamálum, segir að fall tveggja meðal­stórra banda­rískra svæðis­banka sem og stór­bankanum Credit Suis­se í mars hafi skapað miklar á­hyggjur en ó­vissa ríkti um smit­á­hrif at­burðanna.

„Efna­hags­fram­vindan mun einnig ráðast af þróun verð­bólgunnar og á­hrifum kostnaðar­hækkana um allan heim á fjár­hags­lega stöðu heimila og fyrir­tækja. Þá skiptir miklu máli hversu hratt heimili ganga á upp­safnaðan sparnað sinn frá far­sóttar­tímanum. Horfur ráðast jafn­framt af þróun og á­hrifum stríðs­á­takanna í Úkraínu og hversu lang­vinn þau verða. Þá ríkir enn ó­vissa um orku­fram­boð í Evrópu fyrir komandi vetur þótt hún hafi vissu­lega minnkað,“ segir í Peningamálum SÍ.

SÍ leggur einnig á­herslu á að efna­hags­þróun í heiminum muni ráðast að miklu leyti af efna­hags­fram­vindunni í Kína en þar hefur ekki enn verið undið ofan af veik­leikum á inn­lendum fast­eigna­markaði. Til við­bótar ríkir ó­vissa um stöðu ríkis­fjár­mála í Banda­ríkjunum og skulda­þaks banda­ríska ríkisins.

„Þá er staða margra ný­markaðs­ríkja á­fram erfið í ljósi vaxta­hækkana í Banda­ríkjunum og sterkrar stöðu Banda­ríkja­dals, sér­stak­lega meðal ríkja með miklar skuld­bindingar í Banda­ríkja­dal og brot­hættar efna­hags­legar undir­stöður. Hætta er því á að hag­vaxtar­horfur í heiminum séu of bjart­sýnar,“ segir í Peninga­málum.

Al­þjóð­leg verð­bólga að hjaðna

Verð­bólga hefur aukist mun meira en almennt var spá frá 2021 um allan heim og vegur hækkandi orkuverð þar þyngst.

„Þótt verð­bólga sé enn mikil í helstu við­skipta­löndum Ís­lands hefur hún minnkað á undan­förnum mánuðum. Það skýrist að mestu leyti af hjöðnun orku­verðs sem hækkaði veru­lega í fyrra í kjöl­far inn­rásarinnar í Úkraínu.”

„Einnig er farið að hægja á árs­hækkun mat­væla­verðs sem er þó enn afar mikil. Auk þess hefur hægt á hækkun al­menns vöru­verðs á ný sam­hliða að­lögun í neyslu­mynstri heimila frá vörum og yfir í þjónustu eftir tak­markað að­gengi að ýmissi þjónustu í heims­far­aldrinum. Þá hefur dregið úr fram­leiðslu­hnökrum og hrá­vöru­verð lækkað sem einnig hægir á hækkunum vöru­verðs. Það mun þó lík­lega taka ein­hvern tíma til við­bótar fyrir á­hrifin að koma fram að fullu í verð­lagi. Einkum hefur hægt á hækkun vöru­verðs í Banda­ríkjunum en þar hækkaði það líka bæði fyrr og meira á far­sóttar­tímanum.”

„Mikil styrking Banda­ríkja­dals gagn­vart mörgum öðrum gjald­miðlum í fyrra vegur lík­lega einnig þungt í að halda aftur af hækkun þar­lends inn­flutnings­verð­lags saman­borið við önnur ríki.

Þrá­látari hækkanir vöru­verðs á evru­svæðinu og í Bret­landi má lík­lega jafn­framt rekja til þess að miklar hækkanir orku­verðs í fyrra eru enn að koma fram í al­mennu vöru­verði.”

Nafnlaunahækkanir halda spennu á vinnumarkaði

Seðlabankinn tekur fram að verð­hækkanir á þjónustu hafi hins vegar lítið hjaðnað eða jafn­vel sótt enn frekar í sig veðrið.

Upp­söfnuð eftir­spurn frá far­sóttar­tímanum, á­fram­haldandi spenna á vinnu­markaði og miklar nafn­launa­hækkanir vega þar lík­lega þyngst. Er það megin­á­stæða þess að undir­liggjandi verð­bólgu­þrýstingur hefur reynst þrá­látari en al­mennt var búist við. Mældist kjarna­verð­bólga, þ.e. verð­bólga án beinna á­hrifa orkuog mat­væla­verðs, 5,6% að meðal­tali í við­skipta­löndum í mars sl.

Meðal­verð­bólga í við­skipta­löndum Ís­lands mældist 7,2% á fyrsta árs­fjórðungi. Það er 1,4 prósentum minna en á fjórða árs­fjórðungi í fyrra og 0,4 prósentum minna en spáð var í febrúar. Frá­vikið má rekja til hraðari hjöðnunar orku­verðs en bankinn bjóst við.

Dregið hefur úr ráðstöfunartekjum heimila

Lands­fram­leiðsla í helstu við­skipta­löndum Ís­lands jókst að meðal­tali um 0,2% milli fjórðunga á fjórða fjórðungi í fyrra. Það er tals­vert minni vöxtur en var á fjórðungunum þar á undan.

„Hægari aukning efna­hags­um­svifa skýrist að miklu leyti af á­hrifum mikillar verð­bólgu og hækkandi fjár­magns­kostnaðar sem dregið hefur úr ráð­stöfunar­tekjum heimila, þrengt að fjár­mála­legum skil­yrðum þeirra og haft nei­kvæð á­hrif á eftir­spurn.“

Hátt orku­verð og ó­vissa um orku­fram­boð í Evrópu í vetur hafði einnig nei­kvæð á­hrif á efna­hags­um­svif á fjórðungnum. Hag­vöxtur gaf einkum eftir í Sví­þjóð þar sem lands­fram­leiðslan dróst saman um 0,5% frá fyrri fjórðungi.

Einnig var lítil­legur sam­dráttur á evru­svæðinu en þar vó 0,5% sam­dráttur í Þýska­landi þungt. Í flestum öðrum við­skipta­löndum Ís­lands var jafn­framt lítill eða enginn hag­vöxtur á fjórðungnum. Þá hægði mikið á efna­hags­um­svifum í Kína vegna mikillar fjölgunar CO­VID-19-smita í landinu.

Á­gætur hag­vöxtur mældist hins vegar í Banda­ríkjunum og efna­hags­um­svif jukust tölu­vert meira en búist var við í Dan­mörku og Noregi. Er það megin­á­stæða þess að meðal­hag­vöxtur í við­skipta­löndunum var lítil­lega meiri á fjórða árs­fjórðungi en gert var ráð fyrir í febrúar­spá bankans

„Meðal­verð­bólga í við­skipta­löndum Ís­lands mældist 7,2% á fyrsta árs­fjórðungi. Það er 1,4 prósentum minna en á fjórða árs­fjórðungi í fyrra og 0,4 prósentum minna en spáð var í febrúar. Frá­vikið má rekja til hraðari hjöðnunar orku­verðs en þá var búist við. Mæld verð­bólga mun því halda á­fram að hjaðna en þrá­látari undir­liggjandi verð­bólga vinnur á móti og gerir það að verkum að verð­bólgu­horfur versna er lengra líður á spá­tímann. Spáð er 2,6% verð­bólgu í helstu við­skipta­löndum á næsta ári í stað 2,3% í febrúar og að hún verði ekki komin niður í 2% fyrr en á fyrri hluta ársins 2025 eða hálfu ári seinna en spáð var í febrúar.“

„Miklar á­hyggjur sköpuðust um mögu­leg smit­á­hrif“

Fjár­mála­skil­yrði versnuðu víða um heim í fyrra í takt við lakari efna­hags­horfur, aukna ó­vissu og sögu­lega hraðar vaxta­hækkanir helstu seðla­banka.

„Skil­yrðin tóku hins vegar að batna á ný undir lok síðasta árs. Hélt sú þróun í megin­at­riðum á­fram í upp­hafi þessa árs sam­hliða aukinni bjart­sýni um að það takist að forðast al­mennan efna­hags­sam­drátt í þróuðum ríkjum í ár. Al­þjóð­legt hluta­bréfa­verð rétti því úr kútnum, álag á á­hættu­meiri fjár­eignir hjaðnaði og mikil styrking Banda­ríkja­dals í fyrra gekk að hluta til baka.“

„Fjár­mála­leg skil­yrði versnuðu hins vegar snögg­lega og ó­vissa jókst í kjöl­far falls tveggja meðal­stórra banda­rískra svæðis­banka og yfir­tökunnar á sviss­neska stór­bankanum Credit Suis­se í mars sl. Miklar á­hyggjur sköpuðust um mögu­leg smit­á­hrif at­burðanna og hvort frekari brota­lamir væru til staðar í fjár­mála­kerfinu sem sett gætu fjár­mála­stöðug­leika í hættu.“

Á­hyggjur Seðlabankans snerust mikið til að því hvort of mikil vaxta­á­hætta hafi safnast upp hjá fjár­mála­stofnunum á tímum lágra vaxta sem leiða muni til tap­rekstrar nú í ljósi herts peninga­legs að­halds. Þær snerust einnig um á­hættu sem kynni að liggja hjá ein­staka fjár­mála­stofnunum vegna eins­leitni inn­láns­eig­enda og hárrar hlut­deildar ó­tryggðra inn­lána. Traust á fjár­mála­stofnunum minnkaði því í kjöl­farið, einkum á minni og stað­bundnari bönkum í Banda­ríkjunum, með til­heyrandi lækkun hluta­bréfa­verðs og hækkun á­hættu­á­lags

Seðla­bankar helstu iðn­ríkja hafa haldið á­fram að herða á peninga­legu að­haldi sínu í ljósi þrótt­meiri efna­hags­um­svifa í upp­hafi þessa árs, á­fram­haldandi spennu á vinnu­markaði og þrá­látari undir­liggjandi verð­bólgu.

„Hafa vextir þeirra ekki verið hærri síðan í að­draganda fjár­mála­kreppunnar árið 2008. Þeir hafa þó hægt á vaxta­hækkunum sínum undan­farið eftir sögu­lega hraðar og miklar hækkanir í fyrra.“