„Það er hætta á því að á meðan Ísland heldur áfram að notast við krónuna þá verðum við alltaf með gjaldeyrishöft,“ segir Katrín Júlíusdóttir sem tekur við sem fjármálaráðherra í dag í viðtali við Bloomberg fréttastofuna. Að mati Katrínar er skynsamlegast að halda áfram aðildarumsókninni að Evrópusambandinu og stefna að upptöku evru. Hún segir krónuna mjög óstöðuga og næma fyrir utanaðkomandi áhrifum.

í viðtalinu kemur fram að hún líti á sín helstu verkefni að laða að frekari fjárfestingar til landsins sem og að einfalda skattaumhverfi fyrirtækja.

Katrín tekur við starfi fjármálaráðherra í dag úr höndum Oddnýar Harðardóttur. Hennar síðasta verk var að tilkynna um hækkun barnabóta fyrr í dag.