Íslandsbanki gaf í gærmorgun út skýrslu um íslenska orkumarkaðinn þar sem farið er ítarlega yfir þá virkjunarkosti sem í boði eru, stöðu einstakra virkjana, hvernig notkun er á þeirri orku sem þegar hefur verið virkjuð, aðstæður á fjármálamörkuðum m.t.t. virkjanaframkvæmda o.s.frv.

Skýrslan var kynnt á vel sóttum fundi í Nauthól en þar flutti Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu verkfræðistofu, erindi um tækifærin á íslenska orkumarkaðnum.

Í erindi hans kom fram að erlendir fyrirtæki hefðu í auknum mæli sóst eftir starfskröfum íslenskra aðila sem starfað hafa í orkugeiranum á síðustu árum. Hann nefndi sem dæmi að stærstu verkfræðistofur landsins, m.a. Efla, hefðu á síðustu misserum fjölgað verkefnum sínum erlendis til muna enda væri þekkingin á virkjunum og nýtingu orkuauðlinda mikil hér á landi.

Guðmundur sagðist hafa áhyggjur af því að til lengri tíma myndu Íslendingar missa þekkinguna úr landi ef núverandi ástand á orkumarkaði varaði lengi, ástand sem einkenndist af stöðnum og lítilli fjárfestingu. Þá sagði Guðmundur að svo virtist sem mikils misskilnings gætt um rammaáætlun um nýtingu og verndun orkuauðlinda.  Að hans mati ætti rammaáætlunin fyrst og fremst að snúast um virkjun með hófsömum hætti í stað þess að einblína á verndun.

VB Sjónvarp ræddi við Guðmund eftir fundinn.