*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 8. desember 2014 13:20

Hætta flugi til Íslands

Belgíska flugfélagið Thomas Cook mun hætta Íslandsflugi næsta sumar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Forsvarsmenn belgíska flugfélagsins Thomas Cook hafa ákveðið að hætta flugi til Íslands þrátt fyrir að hafa fengið úthlutaða afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli næsta sumar. Túristi greinir frá þessu.

Thomas Cook hefur boðið upp á Íslandsflug frá Brussel tvisvar í viku síðustu tvö sumur. Túristi greinir hins vegar frá því að samkvæmt svari frá félaginu muni tímarnir sem það hefur fengið úthlutaða ekki verða nýttir á næsta ári. Icelandair mun hins vegar halda áfram að fljúga þessa leið allt að fimm sinnum í viku frá vori og fram á haust.

Stikkorð: Thomas Cook Thomas Cookm
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is