Forsvarsmenn belgíska flugfélagsins Thomas Cook hafa ákveðið að hætta flugi til Íslands þrátt fyrir að hafa fengið úthlutaða afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli næsta sumar. Túristi greinir frá þessu.

Thomas Cook hefur boðið upp á Íslandsflug frá Brussel tvisvar í viku síðustu tvö sumur. Túristi greinir hins vegar frá því að samkvæmt svari frá félaginu muni tímarnir sem það hefur fengið úthlutaða ekki verða nýttir á næsta ári. Icelandair mun hins vegar halda áfram að fljúga þessa leið allt að fimm sinnum í viku frá vori og fram á haust.