Orkuveitan
Orkuveitan
© BIG (VB MYND/BIG)
Fimm ára áætlun Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er berskjölduð fyrir nokkrum áhættuþáttum, að mati matsfyrirtækisins Moody´s sem lækkaði lánshæfiseinkunn OR í síðustu viku. Hún er nú B1 með neikvæðum horfum. Í tilkynningu OR segir að breytingin hafi ekki áhrif á rekstur eða skuldastöðu félagsins, aðgerðaáætlun sem kynnt var í mars miði að því að ekki þurfi að leita erlendrar fjármögnunar. Moody´s segir helstu áhættuþætti áætlunarinnar vera stýrivexti, gengi gjaldmiðilsins og verð hrávara. Líkur eru á að neikvæðar breytingar þessa þátta geti leitt til þess að OR njóti ekki frekari stuðnings eigenda, eða endanlega ríkisins, ef fjármagn af markaði dugir ekki til. Þá eru ákveðnir þættir áætlunarinnar bundnir markaðsaðstæðum, til dæmis sala eigna.