*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 30. nóvember 2013 19:15

Hætta á lækkun á lánshæfiseinkunn

Ásgeir Jónsson hagfræðingur telur aðgerðirnar geta aukið kaupmátt meðalfjölskyldu um 10-15 milljónir á fasteignamarkaði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

„Ég myndi halda það að sé hætta á lækkun á lánshæfiseinkunn. Ríkið er að taka 80 milljarða á kassann. Með vísan á skatttekjur sem eru ekki að öllu leyti vísar,“ segir Ásgeir Jónsson hagfræðingur aðspurður hvort skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar geti haft áhrif á lánshæfiseinkunn ríkisins. Hann segir séreignarsparnaðarhluta aðgerðanna ekki þensluhvetjandi. Beinar niðurfellingar séu aftur á móti töluvert mikil eftirspurnaraðgerð. Spurningin sé hversu auðveldlega fólk geti gengið í þetta fé sem á að myndast.

Ásgeir segir aðgerðirnar einnig geta haft mikil áhrif á fasteignamarkað þar sem verið sé að afhenda fólk aukið eigið fé. „Meðalfjölskylda gæti haft 10-15 milljóna aukinn kaupmátt á fasteignamarkaði. Áhrifin fara svo eftir því hvað þetta er greitt fljótt út," segir Ásgeir.