Starfsmenn sjóðstýringarfélagsins Woodford Investment Management munu ekki fá jólabónus í ár. Stofnendur fyrirtækisins hafa tekið ákvörðun um að breyta til, þar sem þeir telja bónusa skapa ranga hvata.

Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni, mega starfsmenn Woodford því vænta líftrygginga, sjúkratrygginga og hærri lífeyris.

Fyrirtækið var stofnað árið 2014 af Neil Woodford og Craig Newman, en þeir störfuðu áður hjá Invesco Perpetual. Þeir stýra nú um 15 milljörðum punda og hafa vakið athygli fyrir fyrirtækjamenningu sem er óalgeng í fjármálaheiminum.

Til að mynda rukka þeir viðskiptavini sína ekki aukalega fyrir greiningarvinnu.