Rússar hafa hætt að varpa sprengjum á sýrlensku borgina Aleppo í bili. Mikill þrýstingur hefur verið á Rússa að hætta hernaðarbrölti í borginni. Meðal annars þá hafa Vesturveldin hótað því að beita Rússum viðskiptaþvingunum og saka þá meðal annars um stríðsglæpi. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg um málið.

Saklausum borgurum og uppreisnarmönnum hefur verið skipað að yfirgefa borgina. Eins og áður hefur komið fram eru um 250 þúsund manns innlyksa í þessari öldnu og sögufrægu borg.

Rússar settu sig þó upp á móti hugmynd Frakka, sem kom fram á vettvangi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, um að hætta eyðileggingu borgarinnar.