Breska orkumálaráðuneytið hefur kynnt áætlun um að hætta fjárhagslegum stuðningi við stór sólarorkuver, sem hafa ekki reynst vinsæl meðal íbúa dreifbýlli svæða. Ef af þessu verður mun fjárhagslegum stuðningi ljúka tveimur árum fyrr en gert hefur verið ráð fyrir hingað til. Fyrirtæki sem fjárfesta í stórum sólarorkuverum munu áfram geta fengið opinberan stuðning í nýju kerfi, sem byggir á langtímasamningum við orkuframleiðendur.

En sólarorkuverin munu þurfa að keppa við aðra framleiðendur endurnýtanlegrar orku, svo sem vindorku, til að fá þessa samninga. Talsmenn sólarorkuveranna segja að mun erfiðara verði nú að vinna þessa samninga en ella. „Samsteypustjórn íhaldsmanna og frjálslyndra virðist vera í pólitískum leik með sólarorku í staðinn fyrir að fagna þeim árangri sem náðst hefur í framleiðslu og dreifingu á töluverðu orkumagni sem fengið er með öruggum hætti frá sólinni,“ segir Ray Noble, sérfræðingur hjá hagsmunasamtökum sólarorkuframleiðenda.

Talsmenn iðnaðarins segja að kostnaður við sólarorkuframleiðslu hafi minnkað um þrjátíu prósent undanfarin tvö ár, sem þýði að árið 2018 verði sólarorka ódýrasta kolvetnislausa orkan.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .