*

föstudagur, 24. september 2021
Erlent 27. júlí 2021 08:25

Hætta við 4 þúsund milljarða samruna

Hætt hefur verið við 4.000 milljarða króna samruna AON og WIllis Towers sökum andstöðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.

Ritstjórn
Joe Biden hefur tekið harðari andstöðu gegn einokun en forveri sinn.
epa

Bresku trygginga- og ráðgjafarfélögin AON og Willis Towers Watson hafa lagt áform um 30 milljarða dollara, tæplega 4.000 milljarða króna, samruna til hliðar, í kjölfar andstöðu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Wall Street Jurn

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði mál gegn samrunanum í síðasta mánuði. Þetta var fyrsta stóra þolraun Biden stjórnarinnar en hann hefur tekið harðari afstöðu gegn mögulegri einokun en forveri sinn, Donald Trump.

Málsóknin fullyrti að samruninn myndi leiða til hærri verða og myndi takmarka nýsköpun bandarískra fyrirtækja og stofnana sem stóla á þjónustu fyrirtækjana. Fyrirtækin höfðu samþykkt að selja nokkuð af eignum sínum til að reyna að geðjast bandarískum samkeppnisyfirvöldum. Þá höfðu Evrópsk samkeppnisyfirvöld nú þegar samþykkt samrunann gegn sölu eigna.

Í mars á síðasta ári var tilkynnt um 30 milljarða samruna fyrirtækjanna og að greitt yrði fyrir hann með hlutabréfum í AON. 

Stikkorð: AON Willis Towers Watson