*

þriðjudagur, 26. október 2021
Innlent 8. janúar 2021 16:28

Hætta við að fækka gestum í verslunum

Reglur frá og með næsta miðvikudag hafa verið uppfærðar í óbreyttar fyrir verslanir í stað helmingsfækkunar á fermetra.

Ritstjórn
Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Ekki kemur til helmingsfækkunar leyfilegra gesta verslana á fermetra eins og tilkynnt var um laust eftir hádegi í dag.

Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út uppfærðar reglur sem taka munu gildi þann 13. Janúar næstkomandi, en þar kemur nú fram að reglur um verslanir verða óbreyttar frá því sem verið hefur.

Í tilkynningunni frá því í hádeginu sagði að í stað 5 gesta á hverja 10 fermetra yrði nú leyfður einn gestur á hverja 4 fermetra, sem jafngildir helmingsfækkun úr 50 í 25 manns á hverja 100 fermetra.

Aðrar breytingar sem tilkynnt var um í hádeginu standa óbreyttar.