Rio Tinto hyggst skera niður kaupauka stjórnenda eftir rannsókn innan fyrirtækisins á eyðileggingu 46 þúsund ára helgireits frumbyggja í Vestur Ástralíu. Financial Times segir frá .

Fyrirtækið sagði fyrr í dag að Jean-Sébastien Jacques og tveir samstarfsmenn hans hafi verið „ábyrgir að hluta til“ á mistökum í aðdraganda þess að Juukan Gorge hellirinn var sprengdur upp til að komast í 96,8 milljóna dollara járngrýtinámu.

„Það er ljóst að enginn einn aðili er að sök fyrir eyðileggingu á Juukan hellunum, heldur voru fjölmörg tækifæri sem voru ekki nýtt á síðasta áratugi til að halda uppi grunngildum Rio Tinto – virðing fyrir nærsamfélög og arfleið þeirra,“ sagði Simon Thompson, stjórnarformaður Rio.

Um fjórar milljónir punda, eða um 723 milljónir króna, verða dregnar frá bónusum Jacques og meðstjórnenda hans Chris Salisbury, yfirmaður járngrýtistarfsemi, og Simon Niven.

Ákvörðun Rio um að birta niðurstöður innra eftirlits hefur ekki bælt niður áhyggjur allra fjárfesta sem hafa kallað eftir að stjórnendur axli ábyrgð á atvikinu.

„Endurgjald virðist vera eina refsiákvæðið sem var beitt á stjórnendur,“ segir Louise Davidson, forstjóri Australian Council of Superannuation Investors, en eignasafn meðlima þess er andvirði rúmlega 1.080 milljarða dollara. „Þetta vekur upp spurninguna, finnst fyrirtækinu fjórar milljónir punda vera rétta refsingin fyrir eyðileggingu á heilögum reit?“ bætir hún við.