Fallið hefur verið frá áformum Primera Air að fljúga til Bologna á Ítalíu og Palma á Mallorca. Þetta kemur fram á vefsíðu Túrista. Þórður Bjarnason, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Primera Air, segir eftirspurn ekki hafa verið nægilega.

Primera Air sinnir nær eingöngu leiguflugi fyrirferðaskrifstofur en i lok nóvember hóf félagið sölu á sætum til tíu áfangastaða í vetur á sumar. Áfangastaðirnir verða því átta eftir þessa breytingu, þar á meðal eru þrír á meginlandi Spánar, auk Kanaríeyja, Salzburg, Krít og Bodrum Tyrklandi. Ferðaskrifstofurnar Úrval-útsýn og Vita munu bjóða upp á vikulegar ferðir til Mallorca í sumar.