*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 7. september 2018 18:01

Hætta við heilsársflug til Cleveland

Íslensku flugfélögin hafa fallið frá áformum um heilsársflug til Cleveland.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Icelandair og Wow air hyggjast ekki fljúga til Cleveland í vetur að því er fram kemur á svæðisfréttmiðlinum Fox 8 Cleveland. 

Icelandair tilkynnti 22. ágúst í fyrra að það hyggðist hefja heilsársflug til Cleveland. Degi síðar tilkynnti Wow air að það myndi hefja áætlunarflug til fjögurra borga í Bandaríkjunum á þessu ári, Cleveland, St. Louis, Cincinnati og Detroit.

Flugfélögin hófu áætlunarflug fjórum sinnum í viku milli Cleveland og Íslands í maí. Það var í fyrsta sinn í níu ár sem hægt var að fljúga beint milli Cleveland og áfangastaðar í Evrópu. Síðasta flugferð Wow air til Cleveland á þessu ári verður í lok október en hjá Icelandair í byrjun nóvember.

Í yfirlýsingu Wow air til Fox 8 kemur fram skipulagslegar og rekstrarlegar ástæður liggi að baki ákvörðuninni um að fljúga ekki til Cleveland í vetur. Til skoðunar sé að hefja á ný áætlunarflug sumarið 2019 til Cleveland.

Fox 8 hefur eftir Agli Almari Ágústssyni, sem stýrir uppsetningu leiðakerfis Icelandair, að áform um að fljúga yfir „myrkustu mánuði ársins" hafi ekki reynst góð ákvörðun.

Stikkorð: Icelandair flug wow air wow
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is