*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 27. júlí 2017 09:52

Hætta við kaupin á Seachill

Íslenskur fjárfestahópur sem lagði fyrr í sumar fram kauptilboð í Seachill, dótturfélag Icelandic Group í Bretlandi, hefur hætt við kaupin.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Íslenskur fjárfestahópur sem lagði fyrr í sumar fram kauptilboð í Seachill, dótturfélag Icelandic Group í Bretlandi, hefur hætt við kaupin að því er kemur fram í frétt Undercurrent News. Þar segir að Framtakssjóður Íslands, sem á Seachill, hafi látið Steinsali vita af því að sjóðurinn væri í viðræðum við erlent félag. 

Síðastliðinn apríl setti stjórn Icelandic Group dótturfélag sitt Seachill í söluferli. Félagið var stofnað 1998 og er nú einn af stærstu aðilunum í Bretlandi á smásölumarkaði kældra fiskiafurða. Tekjur félagsins námu 266,3 milljónum punda í fyrra og nam EBITDA félagsins 10,4 milljónum punda. Hjá Seachill starfa 750 manns. 

Steinsalir er í eigu íslensku sjávarútvegsfélaganna Brims, Þorbjarnar, Hraðfrystihúss Hellissands, Kambs, KG fiskverkunar, Sæmarks, Fishproducts Iceland og fagfjárfestasjóðsins Akurs, en ákvað fyrr í vikunni að segja sig frá söluferlinu að því er kemur fram í frétt Fréttablaðsins um málið. 

Stikkorð: Icelandic Seachill kaup hætta við
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is