IAG, móðurfélag British Airways og spænska flugfélagsins Iberia, mun líklegast hætta við 500 milljóna evra kaup á spænska flugfélaginu Air Europa eftir að eftirlitsaðilar létu í ljós áhyggjur af yfirtökunni. Financial Times greinir frá.

IAG komst upphaflega að samkomulagi við spænsku ferðaþjónustusamstæðuna Globalia í lok árs 2019, þá fyrir einn milljarð evra. Í janúar var samþykkt að lækka kaupverðið niður í hálfan milljarð evra ásamt því að greiðslum yrði frestað um sex ár vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.

Hins vegar hafa samkeppniseftirlit Evrópusambandsins og Bretlands lýst yfir áhyggjum af viðskiptunum. ESB hóf ítarlegar rannsókn á fyrirhugaða samrunanum í júní síðastliðnum. IAG er með stærstu hlutdeildina á spænska flugmarkaðnum og Air Europa þá þriðju stærstu.

IAG hefur því gefið út að viðræður standi nú yfir að slíta kaupsamningnum. Í kjölfarið lýsti spænska ríkisstjórnin því yfir að Air Europe væri kerfislega mikilvægt fyrirtæki fyrir sænska fluggeirann og ferðaþjónustuna.