Icelandair hefur ákveðið að hætta við uppsagnir rúmlega 60 flugmanna og boðið þeim hlutastarf yfir vetrartímann í staðinn. Þeim verður síðan öllum boðið fullt starf í apríl á næsta ári. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu.

Elísabet Helgadóttir, framkævmdastjóri mannauðs hjá Icelandair segir í samtali við Fréttablaðið að þessi lausn hafi verið unnin í samvinnu við Félag íslenskra atvinnuflugmanna.

„Að þessu sinni á­kváðum við hins vegar að vinna að öðrum lausnum í sam­vinnu við Fé­lag ís­lenskra at­vinnu­flug­manna (FÍA). Í stað þess að grípa til upp­sagna, var á­kveðið að minnka starfs­hlut­fall rúm­lega 60 flug­manna í 50% yfir vetrar­tímann, frá 1. októ­ber 2019 til 1. apríl 2020, en þá býðst við­komandi flug­mönnum 100% starf á ný. Þessar að­gerðir eru einungis tengdar árs­tíða­sveiflu í rekstrinum og hafa á­hrif á um 9% flug­manna hjá fé­laginu sem er svipað hlut­fall og á undan­förnum árum,“ segir Elísa­bet í skrif­legu svari til Frétta­blaðsins.