Hættan á heimskreppu hefur aukist eftir að G20-ríkjunum mistókst að koma sér saman um aðstoð við ríki í vanda og Ítalir voru neyddir til þess að gangast undir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði eftirlit með niðurskurðaráælunum í því skyni að ná niður hallarekstri ríkisins. Markaðir lækkuðu beggja vegna Atlantsálanna á föstudaginn eftir að ekki náðist árangur í viðræðunum í Cannnes og menn óttast að Ítalía muni nú leysa Grikkland af hólmi sem helsta áhyggjuefni fjármálaheimsins. Menn höfðu gert sér vonir um að á fundinum yrði samþykkt að auka fjárhagslegan styrk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um allt að 250 miljarða dala eða meira en eina billjón daga, en deilur um hversu skynsamlegt það væri,upphæðir, samsetningu og framlög einstakra ríkja urðu til þess að ákvörðuninni var frestað til næsta G20-fundar fjármálaráðherra sem halda á í febrúar.

Vonir Breta um að Þjóðverjar myndu gefa eftir og leyfa Seðlabanka Evrópu að verða lánveitandi til þrautavara fyrir evruna urðu að engu á fundinum. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, varaði við áhrifunum á breska hagkerfið: „Vandamál evrusvæðisins halda áfram á hverjum degi og hver sá dagur sem líður án lausnar hefur vond áhrif á hagkerfi heimsins, þar með talið hið breska. Ég ætla ekki reyna að gera því skóna að öll vandamál evrusvæðisins hafi verið leyst. Sú er ekki raunin. Við, eins og heimurinn allur, þurfum á því að halda að evrusvæðið leysi vandamál sín,“ sagði Cameron.