Play merkið
Play merkið
Mikil umræða hefur verið um það hver eigi að greiða kostnaðinn við skimunina á Keflavíkurflugvelli, en Skúli Skúlason stjórnarformaður Play segist ekki hafa skoðun á því, en hann telur kostnaðinn ekki vera aðalvandamálið sem ferðamenn velti fyrir sér áður en panta ferðir, heldur hættan á að lenda í sóttkví.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um hyggst félagið hefja sig til flugs í október ef þróunin á kórónuveirufaraldrinum verður í jákvæða átt, en stjórnarformaðurinn segir flugvélaleigumarkaðinn það heppilegan að til greina komi að kaupa nýja Airbus vél beint af færibandinu .

„Ég held að það sé hins vegar miklu meira hamlandi að fólk eigi á hættu að lenda í tveggja vikna sóttkví ef það fer í skimun heldur en krónur og aurar. Möguleikinn á að lenda í því er það sem fólk hugsar fyrst út í, áður en það fer að velta fyrir sér hvort það eigi að borga 100 evrur á mann aukalega fyrir ferðina eða hvað það verður,“ segir Skúli.

„Næstu vikur verða líklega prófsteinn á hversu greiðan aðgang veiran eigi að nýsmitum, til dæmis í þessum mótmælum eins og í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, þar sem fólk hefur algerlega brotið nálgunarviðmið. Ég er auðvitað enginn sérfræðingur í þessu en maður er að reyna að fylgjast með og átta sig á hvernig þetta þróast og það verður áhugavert að sjá hvort það kemur einhver bylgja af þessum Covid smitum núna í kjölfarið.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .