*

fimmtudagur, 14. nóvember 2019
Innlent 30. september 2019 18:51

Hættir flugi til San Francisco og Kansas

Icelandair hættir flugleiðunum þar sem afkoma af þeim hafi ekki staðið undir væntingum.

Ritstjórn
Ein af fjórum Boeing 767 breiðþotum Icelandair hefur verið notuð fyrir flug til San Fransisco.
Haraldur Guðjónsson

Icelandair hefur tekið ákvörðun um að hætta áætlunarflugi til San Francisco og Kansas City í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá Icelandair segir að ákvörðuninn sé hluti af árlegri endurskoðun á flugáætlunum félagsins fyrir næsta sumar sem standi nú yfir. 

„Meginmarkmið þeirrar vinnu er að bæta afkomu leiðakerfisins og lágmarka áhættu félagsins vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvéla,“ segir í tilkynningu frá Icelandair.

„Til skoðunar er að bæta við nýjum áfangastöðum við leiðakerfið en þegar hefur verið tekin ákvörðun um að hætta áætlunarflugi til San Francisco og Kansas City í Bandaríkjunum. Afkoma af þessum flugleiðum hefur ekki staðið undir væntingum. Ein af fjórum Boeing 767 breiðþotum félagsins hefur verið notuð fyrir flug til San Fransisco og verður hún nýtt með arðbærari hætti í leiðakerfinu eftir þessa breytingu.“

Stikkorð: kansas icelandair