*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Innlent 1. nóvember 2014 13:01

Hættir sem ritstjóri Pressunnar

Björn Ingi Rafnsson er hættur sem ritstjóri Pressunnar. Kristjón Kormákur Guðjónsson, fréttastjóri Pressunnar, tekur við.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Björn Ingi Hrafnsson tilkynnti í dag að hann myndi láta af störfum sem ritstjóri Pressunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pressunni í dag. Kristjón Kormákur Guðjónsson, fréttastjóri Pressunnar, mun taka við starfi ritstjóra. Kristjón hefur starfað hjá Vefpressunni frá 1. júní 2012, fyrst sem blaðamaður en hann var ráðinn sem fréttastjóri þann 11. maí 2013. 

Björn Ingi Hrafnsson verður útgefandi allra miðla Vefpressunnar, Pressunnar, Eyjunnar og Bleikt. Þá sér hann um sjónvarpsþáttinn Eyjuna á Stöð 2, auk þess sem hann mun leiða ný verkefni á vegum fyrirtækisins sem nánar verða kynnt á næstunni.

Skoða samstarf við DV

RÚV greindi frá því fyrr í dag að Vefpressan og DV hefðu skoðað samstarf en Björn Ingi staðfesti það í samtali við RÚV um málið. Engar formlegar viðræður á milli fjölmiðlana eru hafnar en gert er ráð fyrir að málið skýrist á næstu vikum.