*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Innlent 25. júní 2020 17:11

Hættir sem ritstjóri vefs Fréttablaðsins

Kristjón Kormákur Guðjónsson hefur látið af störfum sem ritstjóri vefs Fréttablaðsins.

Ritstjórn

Kristjón Kormákur Guðjónsson hefur látið af störfum sem ritstjóri vefs Fréttablaðsins. Þetta kemur fram í tölvupósti frá Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra útgáfufélagsins Torfs, til starfsmanna. Vísir greinir frá.

Ritstjórnir Fréttablaðsins hafa verið sameinaðar og því verður ekki ráðið annan í starfið. Kristjón tók við starfinu í febrúar síðastliðnum eftir skipulagsbreytingar og ritstýrði bæði vef Fréttablaðsins og Hringbrautar.