Björn Hjaltested Gunnarsson hættir sem sviðssjóri eignastýringar hjá LSR, þetta staðfesti hann í samtali við Viðskiptablaðið. Hann hefur starfað hjá sjóðnum í 14 ár fyrstu sjö sem sérfræðingur og sjóðsstjóri á eignastýringasviði og síðar sem sviðsstjóri sviðsins. Þá segist hann ganga sáttur frá borði og að spennandi verkefni séu framundan sem munu koma í ljós síðar meir.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.