J Allen Brack yfirmaður hjá Blizzard, dótturfyrirtækis Activision Blizzard, hefur sagt af sér í kjölfar ásakana um óboðlega vinnustaðamenningu. CNBC greinir frá.

Í júlí síðastliðnum var tilkynnt að saksóknarar í Kaliforníuríki höfðu höfðað mál gegn tölvuleikjaframleiðandanum Activision Blizzard en í málssókninni segir að vinnustaðamenning fyrirtækisins ali á mismunun í garð kvenna og kynferðislegri áreitni. Þá segir jafnframt að fáar konur klífi metorðastigann innan fyrirtækisins og að þær fái verr borgað.

Sagt er að Brack hafi vitað af umfangsmikli áreitni innan fyrirtækisins síðan 2019 og að starfsfólk segði upp vegna hennar. Starfsfólk fyrirtækisins hefur mótmælt viðbrögðum stjórnar fyrirtækisins harðlega en þau höfðu vísað ásökunum á bug.

Í síðustu viku skrifuðu þúsundir fyrrum og núverandi starfsmenn fyrirtækisins undir bréf sem gagnrýndi viðbrögð stjórnenda við ásökunum og gengu út úr skrifstofum fyrirtækisins í mótmælaskyni.