*

fimmtudagur, 25. febrúar 2021
Erlent 4. júní 2020 19:05

Hættir við kaup á Tiffany?

Tískurisinn LVMH tilkynnti í dag að hann muni ekki kaupa hlutabréf Tiffany á almennum markaði vegna áhrifa Covid.

Ritstjórn
epa

Óvissa ríkir um samruna tískuvöruveldisins LVMH og Tiffany eftir að fyrrnefnda fyrirtækið sagðist vera hætt við að kaupa hlutabréf skartgripaframleiðandans á almennum markaði. Yfirtakan, sem metin var á 16 milljarða dollara, var samþykkt í nóvember síðastliðnum

Sumir hafa túlkað ákvörðun LVMH  sem tilraun til þess að endursemja um lægra kaupverð en þetta kemur fram í grein BBC.

Hlutabréfaverð Tiffany hefur lækkað um 11,3% frá því á mánudag síðastliðinn vegna efasemda um hvort samruninn muni fara fram en bréf skartgripaheildsalans standa nú í 114 dollara á hlut. LVMH samþykkti í nóvember að greiða 135 dollara á hlut.

Tískurisinn LVMH einblínir þessa dagana á „þróun heimsfaraldursins og möguleg áhrif hans á frammistöðu og heildarsýn Tiffany & Co með hliðsjón af samkomulagi fyrirtækjanna tveggja,“ samkvæmt tilkynningu tískurisans í dag. 

Stikkorð: LVMH Tiffany Louis Vuitton