Arev N II hætti við að kaupa 65% hlut í Múrbúðinni nýlega. Þetta kemur fram á vef Mbl.is.

Þar er tekið fram að aðeins fáeinum klukkustundum áður en að greiða átti fyrstu afborgunina fyrir eignarhlutinn í Múrbúðinni hætti Arev N II við kaupin.

Sjóðurinn er meðal annars í eigu lífeyrissjóða auk félaga í eigu Jóns Sch. Thorsteinssonar, sem er eigandi Arev verðbréfa. Eru Arev verðbréf einnig rekstraraðili sjóðsins.

Fram kemur í grein Viðskiptamoggans að eftir að ný stjórn Arev verðbréfa hafi verið skipuð, þá hafi félagið gert boð í 65% hluta Múrbúðarinnar, að því gefnu að ákveðnum skilyrðum væri mætt. Að sögn Morgunblaðsins var þeim skilyrðum mætt og var því lítið eftir nema að ganga frá sölunni.