„Eins og mikið hefur verið í umræðunni upp á síðkastið er ástand vega og gatna, hvort sem um er að ræða þjóðvegi eða vegi í þéttbýli, afar bágborið og er staðan víða þannig að hættuástand hefur myndast. Fjöldi bifreiða hefur skemmst bæði þannig að hjólbarðar og felgur hafa eyðilagst sem og hjólabúnaður hefur laskast og þannig skapast mikil hætta fyrir þá aðila sem í umræddum bílum ferðast sem og öðrum sem á vegi þeirra kunna að verða,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.

Özur segir að aðilar innan Bílgreinasambandsins fagni því ávallt að hafa næg verkefni en þeim hefur fjölgað gífurlega nú í vetur vegna ástands gatna og vega.

„Það er hins vegar engum greiði gerð­ur með stórhættulegu gatnakerfi og því telja aðilar Bílgreinasambandsins sig knúna til að benda stjórnvöldum á þessa alvarlegu stöðu sem er að skapa stórhættu oft á dag og gæti endað með banaslysi. Öllum er ljóst að undanfarin ár hefur mikið skort á í viðhaldi vega og gatna vegna mikils niðurskurðar og nú verður ekki lengur við svo búið,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Bílum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .