Listinn hér að neðan er kannski ágætis áminning fyrir kvartgjarnt fólk sem er komið með leiða á vinnunni sinni. Síðan getur áhættu sækna liðið alltaf skoðað listann með það í huga að hætta hjá endurskoðendafyrirtækinu „Hérgeristaldreineitt ehf.” og henda sér upp á næsta þak með hamar og sög.

Hættulegustu störfin í Bandaríkjunum árið 2013 eru:

1. Sjómennska. Dauðsföll: 127,3 á 100 þúsund starfsmenn. Alls 42 dauðsföll árið 2013. Meðalárslaun: 25.590 dalir.

2. Skógarhögg. Dauðsföll 104 á 100 þúsund starfsmenn. Alls 65 dauðsföll árið 2013. Meðalárslaun: 32.870 dalir.

3. Flugmenn og flugvirkjar Dauðsföll: 56,1 á 100 þúsund starfsmenn. Alls 71 dauðsföll árið 2013. Meðalárslaun: 118.070 dalir

4. Starfsmenn sem flokkar rusl til endurvinnslu Dauðsföll: 36,4 á 100 þúsund starfsmenn. Alls 30 dauðsföll árið 2013. Meðalárslaun 35.230 dalir

5. Iðnaðarmenn á þökum Dauðsföll: 34,1 á 100 þúsund starfsmenn. Alls 60 dauðsföll árið 2013. Meðalárslaun 34.220 dalir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .